18.8.2008 | 14:57
O'Neil vill að sá Ungi skrifi undir langtímasamning.
Young næstur að gera nýjan samning við Villa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 00:15
Áfram Ísland!
Vonandi að strákarnir okkar þurfi ekki að eyða of miklu púðri í leikinn svo þeir haldist ferskari í framhaldinu.
Hvenær annars eiga 8-liða úrslitin að hefjast?
Spá: 30-24 fyrir strákunum okkar.
Aftur gerði Ísland jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 23:44
Meiðsli Mete koma á slæmum tíma.
Það á ekki af manngreyinu að ganga. Alltaf meiðist hann reglulega en eins og fólk veit þá er heill Mete einn sá allra besti af varnarmönnum deildarinnar. Svona tognun í aftanverðu læri mun hins vegar þýða það að hann mun örugglega verða frá í 3 vikur-mánuð.
En það er hins vegar hægt að leysa það með að setja hinn gríðar öfluga Hadda (Hallgrím Jónasson), sem var veikur í dag, í miðvörðinn. Þá tekur væntanlega Hans Math miðjuna með Bóa (Hólmari Erni Rúnarssyni).
En eru engar fréttir af Nico? Hann er núna búinn að vera frá alveg síðan í leiknum gegn Breiðablik í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Ætli hann sé ekkert væntanlegur á næstunni?
Breiddin er mikil og það kemur til góða. Strákarnir eru þéttir saman og ætla sér að klára dæmið.
Láttu þér batna Gummi.
Guðmundur Mete tognaði illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 22:15
Topp náungi hann Kristján.
Það eina góða sem Guðjón Þórðarson laggði til Keflavíkurliðsins á sínum tíma var að ráða Kristján Guðmundsson sem aðstoðarþjálfara. Í ár hefur Guðjón tekið pokan sinn hjá ÍA á meðan Kristján er á góðri leið með að stýra sínu liði til sigurs í deildinni.
Vel gert Kristján, vel gert.
Kristján Guðmundsson: Gott að vera í eða við toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 21:20
Valsmenn úr leik.
Annar sigur HK á Val | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 21:16
KR-ingar þétta og þétta.
Já með þessum sigri þá heldur betur þétta KR-ingar pakkann sem kemur á eftir efstu tveimur liðunum og ljóst er að þetta er orðið tveggja fáka keppni núna. Guðjón Baldvinsson með bæði mörkin og hafa hann og Jónas Guðni heldur betur verið frábær kaup fyrir þá. Hugsanlega þau bestu í mörg ár.
En næst fá KR-ingar Keflvíkinga í heimsókn og verður það væntanlega þrusu slagur.
Guðjón tryggði KR 2:0 sigur á Fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 21:12
Keflavík á hörkuskriði og stefna á titilinn!
Þetta voru rosaleg úrslit og þeir heldur betur kvittuðu fyrir þessu óvænta tapi í fyrri umferðinni. Þar með var þetta 8. leikur Keflavíkur í röð án taps og tóku þeir efsta sætið af FH-ingum úr Hafnarfirði. Núna er liðið þar sem maður átti fyrir mót engan veginn von á að þeir myndu vera þegar 6 umferðir væru eftir. Núna er bara að halda áfram markmiðum sínum, það er að taka einn leik fyrir í einu og áður en þeir vita af þá verður mótið búið og þeir geta allt eins verið í fyrsta sæti þá. Frábær liðsheild sem Kristján hefur náð að mynda þarna eftir vonbrigðartímabilið í fyrra (seinni hlutinn).
Næsti leikur er í Frostaskjóli gegn KR-ingum sem eru svo gott sem úr leik í titilbbaráttunni og verður spennandi að sjá hvernig sá leikur fer en FH-ingar unnu þá sannfærandi um síðustu helgi. Passiði ykkur KR-ingar!
Áfram KEFLAVÍK!
Keflavík - Þróttur R., 5:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 21:07
Loksins fagnar maður Grindavíkursigri.
Ég vil þakka nágrönnunum úr Grindavík kærlega fyrir að rífa þrjú stig af FH-ingunum og hjálpa okkur Keflvíkingum þar með í baráttunni.
Takk, takk.
Óvæntur sigur Grindvíkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 17:54
Villa ekkert að villa á sér heimildir.
Martin O'Neil sem að mínu mati er einn besti stjórinn í bransanum er greinilega að gera frábæra hluti Aston Villa liðið. Aðal markmið hans hefur verið að kaupa breska leikmenn og mynda sterkan og góðan breskan kjarna hjá félaginu. Hefur gert frábær kaup og svo auðvitað hann Agbonlahor sem að var algjör guðsgjöf fyrir þá. Þvílíkur hraði og sprengikraftur í honumsem sýnir sig best að hann skoraði þrennu á sjö mínútum.
Aston Villa eiga alla möguleika á að ná einu af fjórum efstu sætunum. Á síðasta tímabili háð það þeim mikið hversu lítil breiddin var en í dag er allt annað upp á teningnum.
Agbonlahor með þrennu á sjö mínútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 17:50
Það er stutt á milli feigs og ófeigs.
Þýðir ekkert að örvænta fólk. Mótið er rétt að byrja. Markmiðið er að vera efstur eftir 38 leiki ekki eftir 1 leik.
Maður leiksins:
Man Utd: Ryan Giggs.
Newcastle: Shay Given.
Manchester United og Newcastle skildu jöfn, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 619
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar