Hvað gera Chelsea nú?

Drogba verður frá alla vega mánuði lengur enn áætlað var. Þeir lánuðu Claudio Pizarro til Werder Bremen í Þýskalandi. Eru að fara að lána Andriy Schevchenko til Milan. Lánuðu Ben Sahar til Portsmouth. Þannig að eftir stendur Nicholas Anelka og tveir ungir og óreyndir framherjar Franco Di Santo og Frank Sinclair.

Þetta þýðir væntanlega það að Abro bætir við sóknarmanni á næstu dögum. Hann er reyndar búinn að vera að reyna við Kaká og Robinho í langan tíma og spurning hvort hann gangi í að klára það núna af krafti eða hvort þeir leita eitthvað annað. 


mbl.is Drogba ekki klár í slaginn fyrr en í lok október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veriði bara nógu anskoti hrokafullir og sigurvissir.

Það er einmitt það sem við Íslendingar viljum. Það kveikir eldmóðinn í strákunum okkar.
mbl.is Óttast ekki Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir ekkert!

Er eitthvað sem Chelsea stuðningsmenn og margir fleiri áhorfendu enska boltans gætu verið hugsa með sér þessa stundina. Klárlega ein lélegustu kaup sögunnar í enskri knattspyrnu. 30 milljónir punda og svo laun upp á sirka 150.000 pund á viku. Fyrir það fengu Chelsea menn alveg heil 22 mörk á tveimur tímabilum. Sama og hann fór leikandi létt með að skora á einu tímabili með AC Milan.
mbl.is Shevchenko sagður á leið til AC Milan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já þá eru þau skipti genginn í gegn.

Vil byrja á að þakka Silvestre fyrir árin níu og góða þjónustu við klúbbinn. En eins og ég furðaði mig í fyrri færslu að þá er ég enn svolítið furðulostinn yfir því að hann skildi vera tilbúinn að yfirgefa United til þess að vera varamaður hjá Arsenal. Á endanum virkar það fínt fyrir mig sem stuðningsmann því þá fær maður að sjá meira af einum af tveim efnilegustu bakvörðum Bretlandseyja en það er einmitt brasilíski tvíburabróðirinn Fabio Da Silva.

Hér enda ég á myndbandi með kappanum sem lék sinn fyrsta varaliðsleik með Man Utd um daginn eftir að hafa ekki spilað heilan keppnisleik í eitt ár.

Klassi!


mbl.is Silvestre í raðir Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnti mann á gamlan ref.

Já það er ekki laust við að hann minnti mann á annan "hobbita" í leiknum áðan. Gústaf Bjarnason var ekki sá hæsti í loftinu en andskoti kræfur að leysa af inn á línu.
mbl.is Snorri: „Ég veit ekki hvað skal segja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg var hann magnaður í morgunn.

Vonandi að hann og Hreiðar haldi áfram að vinna jafn náið og vel saman.

Hvað segir Birki Ívar núna? Ha ha ha. 


mbl.is Björgvin: „Stærsti handboltaleikur sem ég hef tekið þátt í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta yrðu óvæntustu kaup sumarsins ef af verður.

Svolítið skrítið satt reynist að Silvestre sé tilbúinn að fara til Arsenal til að sitja á bekknum frekar enn hjá United. Held að hann verði aldrei tekinn fram yfir Toure, Gallas eða Clichy.
mbl.is Arsenal á höttunum eftir Silvestre
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskubuskuævintýri Guðmundar.

Já það má með sanni segja að Guðmundur hefur hlotið uppreisn æru frá síðustu Ólympíuleikum sem ollu vægast sagt vonbrigðum. Það sem er svo magnað við þetta allt saman að Guðmundur virtist sá eini sem var tilbúinn að taka við landsliðinu og búið að ræða við marga áður en Guðmundur var fenginn sem tímabundinn lausn. Nú geri ég þá kröfu að Guðmundur verði bókaður lengur í þetta gigg sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann á það allt saman skilið.

Til hamingju Guðmundur og takk fyrir að gera þetta fyrir íslensku þjóðina. Ég  er svo sannarlega stoltur af þér.


mbl.is Guðmundur: „Þetta var stórkostlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLAND bezt í heimi!

Það var aldeilis lagið. Tókum þessa Pólverja og gjörsamlega snýttum þeim. Það er alveg greinilegt að Guðmundur og strákarnir okkar hafa tekið mínum ráðleggingum því varnarleikurinn var nákvæmleg eins og ég hefði laggt upp með hann. Frammliggjandi og virkilega aggresív vörn. Björgvin Páll var alveg ótrúlega seigur og spilaði trúlegast besta leik lífs síns hingað til.

Nú verða það annað hvort S-Kóreumenn eða Spánverjar sem verða mótherjar okkar en á þessu stigi keppninnar skiptir það ekki máli því það er vitað mál að það verður erfiður leikur. En líklegast til höfum við aldrei áður átt jafn góða möguleika á verðlaunum. Lykillinn í framhaldinu verður að vera góð markvarsla og sanngjörn dómgæsla.

Strákarnir okkar! 123! Allir að hækka í botn og spila!


mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna. Þetta kemur svo sannarlega á óvart.

Jón Arnór fékk boð um að æfa með Portland Trailblazers nú á sumarmánuðum en hafnaði því. Greinilega til að fara í KR sem verða núna ógnarsterkir næsta vetur. En það er samt spurning hvort einhverjir eiga eftir fara þeim eða hvort þeir sleppa því að fá sér kana.
mbl.is Jón Arnór og Jakob til liðs við KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pétur Orri Gíslason
Pétur Orri Gíslason
Pétur er eldheitur stuðningsmaður Manchester United frá 5 ára aldri. Pétur er fæddur árið 1984 og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband