11.8.2008 | 19:19
Gleymdist Gummi Mete á Lang Best?
Það er ekki nema von að maður spyrji þar sem hann missir úr annan hvern leik og sjaldnast fær maður upplýsingar um hvers vegna.
En annars vonar maður eftir góðri frammistöðu sinna manna í kvöld og bara gaman að sjá að meistari Hörður Sveinsson er í byrjunarliðinu en þar ætti hann auðvitað alltaf að vera.
Spái 1-3 fyrir mínum mönnum.
Koma svo Keflavík!
Stórsigur Keflvíkinga gegn lánlausum Skagamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2008 | 18:34
Síðasta hálmstrá HK-manna.
Já það er ekkert annað. Þetta verður allra síðasta séns þeirra hvítu og rauðu til að hugsanlega bjarga sér frá falli. Því í raun er það aðeins líklegt að Fylkir er eina liðið sem þeir geta skotið niður fyrir sig. En tapi HK þá má segja að þeir séu fallnir og Fylkir komnir langleiðina með að tryggja sig áfram í deild hinna bestu.
Spá mín í kvöld er 2-1 sigur Fylkismanna.
HK og Fylkir gerðu 1:1-jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2008 | 02:26
AS og Marca eru greinilega ómótstæðileg.
Eða svo virðist vera þar se þeir birta hvert "exsklúsif" viðtalið á fætur öðru við Ronaldo. Auðvitað er það kjaftæði því þessi dagblöð og þá sérstaklega Marca er á spenanum hjá Real Madrid og Real menn nota það óspart í áróðri til að lokka til sín leikmenn. Það eina sem vakir núna fyrir þessum spænsku pappírs-pésum er að gera okkur stuðningsmennina það óánægða út í hann að við heimtum að hann fari. En hvað mig snertir þá mun það ekki virka. Ég mun ekki snúa baki Ronaldo fyrr en að einn daginn komi hann fram í sjónvarpsviðtali og segist vilja fara til Real Madrid og aldrei aftur spila fyrir United.
Þannig vil ég hvetja fólk sem fylgist með þessu fíaskói sem þetta mál er að taka ekki neinu trúanlegu þar sem annað hvort AS eða Marca kemur fyrir í blaðagreinum eða öðrum fjölmiðlum.
Til Madrid? Tölum saman að ári. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 19:07
Bjarni Guðjóns að gera gott mót.
Átti greinilega einhverjar óuppgerðar sakir við Tryggva Guðmundsson því hann réðst á hann eins og villidýr á bráð sína í lok leiks. Vel gert Bjarni. Þú svo sannarlega vinnur fyrir þínum 600.000 kr á mánuði.
Enn einn sigur FH á KR í Vesturbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2008 | 17:06
Jæja megum við þá fá Berbatov?
Ég bara spyr. Greinilegt að þetta Tottenham lið er að spjara sig mjög vel án hans og Darren Bent skorar mörkin eins og að drekka vatn.
Vona svo sannarlega að United kaupi Berbatov í vikunni.
5:0 sigur Tottenham á Roma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2008 | 17:04
Tveir komnir. Aðeins 4 eftir.
Jæja þá eru mínir menn búnir að vinna tvo titla þetta tímabilið. En þeir hafa unnið vodacom bikarinn á mótinu í S-Afríku og Samfélagsskjöldin. Núna eru bara deildin, deildarbikar, FA bikarinn og Meistaradeildin eftir.
Það var rosalega gaman að sjá Gary Neville mættan aftur en það er samt augljóst að hann á töluvert í land með að ná fyrri getur. Var sérstaklega ryðgaður í sendingunum í fyrri hálfleik.
Tevez var magnaður og út um allan völl.
Fletcher var bara spilandi samba bolta og spurning hvort að Anderson hefur verið að skóla hann eitthvað til í bolta meðferðinni.
Fraizier Campbell kom inn á og var óheppinn að skora ekki þrátt fyrir frábæra takta og alveg greinilegt að hann getur orðið okkur góður leikmaður í framtíðinni.
O'Shea van alveg frábæra varnarvinnu inn á miðjunni.
En að lokum maður leiksins Ryan Giggs. Var alveg unun að horfa á hann í dag og greinilegt að hann er ekki búinn á því eins og margir vilja meina.
Eins og ég sagði einn titill kominn í hús og vonandi koma 4 í viðbót áður en tímabilið verður búið.
Glory glory Man Utd!
United vann Samfélagsskjöldinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.4.2008 | 21:10
Já eftir lyftara var að slægjast.
Brotist inn í Slægingarþjónustuna í Sandgerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 18:18
Ansans stútur.
Farðu að hætta þessu rugli Kiefer og koma aftur með 24. Forfallnir aðdáendur eins og ég þurfa skammtinn sinn. Ég er byrjaður í fráhvarfseinkennum.
Ég vill Jack Bauer aftur og það strax!
Kiefer með nýja kærustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 18:14
Enn ekki hvað?
Capello: Rooney er framtíðar fyrirliði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.4.2008 | 17:48
Takk fyrir allt Meistari!
Þarna er hættur ein af æsku hetjunum. HM '94 sem var eign Romario mun seint renna manni úr minnum enn þá fór það ekkert á milli mála hver var kóngurinn á vellinum. Gríðarlega markamaskína sem varð annar leikmaðurinn í sögunni á eftir sjálfum Pelé til að skora fleiri enn 1000 mörk á sínum ferli.
Gangi þér allt tí haginn,
allan daginn.
Romario hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar