Annað liðið þurfti að tapa.

Því miður voru það við Íslendingar sem þurftum að lúta í lægra haldi fyrir frábærum Frökkum sem höfðu markmann sem virkaði frá annari plánetu. Hann vann þennan leik fyrir. Því munurinn var varinn skot og ekkert annað. Fyrri leikur tapaiðist með 5 mörkum enn við náðum að halda jöfnu í seinni hálfleik.

En þrátt fyrir tap í þessum leik þá getur maður ekki annað enn verið að rifna úr stolti yfir þessum frábæra árangri sem strákarnir okkar náðu og annað silfur Íslandssögunnar er staðreynd eftir meira enn hálfrar aldar bið.

Fyrir liggur að einhverjar breytingar verða á hópnum þar sem Ólafur hættir örugglega og Sigfús er að detta út og í rauninni eigum við bara að byrja að byggja upp lið með það að markmiði að ná árangri á næstu Ólympíleikunum eftir 4 ár í London.

Að lokum hefur maður bara eitt að segja í ekki fyrsta skiptið og alveg örugglega ekki í það síðasta. Áfram Ísland! Íslands þúsund ár!


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Strákarnir stóðu sig með príði, hefðu frakkar haft annan markvörð hefði þetta verið jafnari leikur.

Eru ekki allir íslendingar að rifna úr stolti? Óli átti skilið að fá gullið!!!!

Aron (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 09:33

2 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Ég ætla rétt að vona að allir Íslendingar séu að rifna úr stolti. Meira segja náunginn í fréttunum í gær sem sagðist ekki ætla að horfa á leikinn því hann hefði ekki áhuga á handbolta. Óli fær pott þétt gullið íþróttamaður ársins í árslok.

Pétur Orri Gíslason, 24.8.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Orri Gíslason
Pétur Orri Gíslason
Pétur er eldheitur stuðningsmaður Manchester United frá 5 ára aldri. Pétur er fæddur árið 1984 og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband