Færsluflokkur: Íþróttir
19.8.2008 | 07:27
Ég ætla rétt að vona það.
Það væri nú ansi skrítið ef þeir gætu ekki lært neitt af mistökum undafarinna leikja gegn Pólverjum.
Er það von mín að boðið verði upp eitthvað annað varnarafbrigði í þessum leik til að reyna að koma þeim pólsku í opna skjöldu og fyndist mér alveg tilvalið að spila vel frammliggjandi aggresíva 3-2-1 vörn á móti þeim. Þar sem er farið grimmt út í skytturnar þeirra en það er helsta vopn þeirra. Koma svo strákarnir okkar! Þið getið allt ef þið eruð með hugann og hjartað á réttum stað.
Áfram Ísland!
Þekkjum pólska liðið vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 06:46
Þetta verður athyglisvert.
Laurence Fishburne leikur í CSI:Las Vegas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 00:55
Það væri gaman að sjá Capello stilla upp þessu liði:
Svona miðað við hópinn sem hann valdi.
Markmaður: David James.
Hægri bakvörður: Wes Brown.
Vinstri bakvörður: Ashley Cole.
Miðvörður: Rio Ferdinand (C).
Miðvörður: John Terry.
Varnartengiliður: Gareth Barry.
Framliggjandi miðjumaður: Steven Gerrard
Framliggjandi miðjumaður: Frank Lampard.
Framliggjandi kantmaður (hægri): David Bentley.
Framliggjandi kantmaður (vinstri): Joe Cole.
Framherji: Wayne Rooney.
Þetta væri svona 4-5-1/4-3-3.
Capello með fullskipaðan hóp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.8.2008 | 00:48
Það bara gengur betur næst Árni minn.
Björgvin sigraði í Ástralíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 19:25
Þessi maður er algjör snillingur.
Þegar hann gerir mynd þá verður maður að horfa því hann hefur hingað til bara verið með frábærar pælingar söguefni í sínum myndum. Algjör meistari í að finna útbrunnar stjörnur og blása þær aftur lífi.
Bíð spenntur eftir þessari mynd.
Fer Tarantino loks yfir strikið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 15:07
Ekki beint óskamótherjinn!
Þeir pólsku hafa haft sæmilega gott tak á okkur ísmönnum hin síðari ár og veldur það áhyggjum að þurfa að mæta þeim. Það hefði verið ívið þægilegra að geta spilað við Spánverja eða Króata og þá frekar mætt Pólverjum þegar komið væri í undanúrslit og við gætum tapað leik en samt spilað upp á verðlaun. Það sem truflar okkur svo mikið er að þeir leika ekki með neinn leikstjórnanda inn á heldur eru þeir með 3 sleggjur fyrir utan sem eru allir yfir 2 metrana á hæðina og það gengur okkar varnarmönnum illa að eiga við og þá sérstaklega markmönnum okkar. Þetta þýðir að liðið má ekki gera nein mistök í sóknarleik sínum ef þeir ætla sér að sigra leikinn. En strákarnir okkar hafa áður gert hluti sem maður hélt að væru ómögulegir.
Áfram Ísland!
Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 15:03
Auðvitað dreymir hann um það.
Hann reyndar hafnaði United árið 2006 en það var vegna þess að hann valdi Tottenham til að fá fast sæti í byrjunarliði og til ná að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni. Nú er hann búinn að því og er því tilbúinn að taka næsta skref og það er til United. Einnig býr í sömu borg samlandi hans Martin Petrov sem leikur með Man City en þeir eru víst bestu mátar og stór ástæða fyrir því að Berbatov vill flytja sig um set. Sagan segir að Berbatov hafi bent Martin Jol þá verandi stjóra Tottenham á Petrov þegar hann var hjá At. Madrid og Jol hafi hrifist og sagt Berba að hann myndi gera allt sem hann gæti til að kaupa hann yfir. En á endanum fór Martin Petrov til Man Shitty. Það fór víst illa í Berbatov.
En Dimitar Berbatov verður boðinn hjartanlega velkominn ef af því verður að hann skipti yfir til rauðu djöflana. Þar verður hann kominn í félagskap manna sem þekkja fátt annað en sigur og að keppa í deild og Meistaradeild.
Berbatov dreymir um að ganga til liðs við Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 14:57
O'Neil vill að sá Ungi skrifi undir langtímasamning.
Young næstur að gera nýjan samning við Villa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 00:15
Áfram Ísland!
Vonandi að strákarnir okkar þurfi ekki að eyða of miklu púðri í leikinn svo þeir haldist ferskari í framhaldinu.
Hvenær annars eiga 8-liða úrslitin að hefjast?
Spá: 30-24 fyrir strákunum okkar.
Aftur gerði Ísland jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 17:54
Villa ekkert að villa á sér heimildir.
Martin O'Neil sem að mínu mati er einn besti stjórinn í bransanum er greinilega að gera frábæra hluti Aston Villa liðið. Aðal markmið hans hefur verið að kaupa breska leikmenn og mynda sterkan og góðan breskan kjarna hjá félaginu. Hefur gert frábær kaup og svo auðvitað hann Agbonlahor sem að var algjör guðsgjöf fyrir þá. Þvílíkur hraði og sprengikraftur í honumsem sýnir sig best að hann skoraði þrennu á sjö mínútum.
Aston Villa eiga alla möguleika á að ná einu af fjórum efstu sætunum. Á síðasta tímabili háð það þeim mikið hversu lítil breiddin var en í dag er allt annað upp á teningnum.
Agbonlahor með þrennu á sjö mínútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 623
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar