Færsluflokkur: Íþróttir

Augljóslega ekki góða löggan, slæma löggan.

Meira svona heimska löggan, heimskari löggan. Það er nokkuð skondið að svona lagað gerist í gömlu fanganýlendunni. Maður hefði haldið að þarna kynnu menn leikinn út og inn þegar kæmi að hlekkjuðum glæpamönnum. Eru löggu- og fangavarðagenin orðinn útþynnt enn ekki glæpamannagenin?
mbl.is Þjófur í járnum stal lögreglubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður útisigur.

Mínir menn hafa verið ansi brokkgengir upp á síðkastið og hafa verið í limbói síðustu vikur þarna vestan meginn. Enn núna eru þeir komnir í 3. sæti vesturdeildarinnar og möguleiki er enn á 1. sætinu þó vonin sé veik enda aðeins einn leikur eftir og það gegn Jazz geggjuðu mormónunum. Riðum ekki beint feitum hesti frá þeim nýlega þegar liðið skoraði aðeins 64 stig. Enn eins og einn körfuboltaspekúlantinn á www.nba.com sagði þá má aldrei afskrifa Spurs þegar í úrslitakeppnina er komið. Ná Spurs loksins að brjóta hefðina sem þeir hafa skapað sér og unnið á heilu ári? Enn alla vega hafa allir 4 meistaratitlarnir komið á oddaári, 99, 03, 05 og 07.

Mikið er manni farið að hlakka til úrslitakeppninnar enda spennan í vestrinu óbærileg.


mbl.is Enn einn sigurinn hjá Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta líst mér vel á!

Til hamingju Snæfellsmenn að fá að spila aftur við okkur Keflvíkinga í úrslitum. Þá geta menn barist almennilega án þess að fara að grenja.

 

Áfram Keflavík!


mbl.is Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Titillinn færist nær og nær!

Það var ekkert annað. Held ég hafi aldrei áður fagnað Heskey eins mikið og núna áðan. Chelsea voru svo gott sem að klúðra þessu því núna getur það dugað mínum mönnum að vinna Blackburn og ná jafntefli á brúnni. Lífið er gott þessa dagana.

Tvö ár í röð!


mbl.is Wigan jafnaði í uppbótartíma á Stamford Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpurnar okkar!

Til hamingju stelpur með góðan árangur. Að troða finnum í pokann og hnýta fyrir snyrtilega. Getur það verið skemmtilegra?
mbl.is Frækinn sigur á Finnum og Ísland áfram A-þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt!

Svo ég steli atriði úr hinu mikla meistarastykki Naked Gun og heimfæri yfir á þetta viðtal.

Pólski verkamaðurinn: Ég gerði þetta ekki.

Fréttamaðurinn: Já já og ég er Robert De Niro.

Pólski verkamaðurinn: Herra De Niro þú verður að trúa mér.

Samtal endar.


mbl.is Segist vera saklaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver mínúta skiptir máli!

Liggur fólki í alvörunni það mikið á að það þurfi að fara á 30-40 kílómetra hraða yfir til að komast heima að sjá Nágranna? Munurinn á að keyra þessa leið á 90 eða 110 km/h er 3 mínútur. Það er allt og sumt. Það er varla eitt skitið lag í útvarpinu.

Ég segi við fólk. Taktu góða og skemmtilega tónlist með þér og gefðu þér góðan tíma í ökuferðina og þá fer allt vel.


mbl.is Sex staðnir að ofsaakstri á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja þá þurfa gömlu risarnir að vakna almennilega.

Swansea búnir að tryggja sig upp sem þýðir að aðeins tvö pláss eru eftir í lyftunni upp á næst efstu hæð. Ég er búinn að ganga með þann draum í maganum í allan vetur að Leeds og Nottingham Forrest myndu jafn vel fara að koma til baka og vinna sig upp. Nú er þetta knappt því allt stefnir í að alla vega annað liðið þurfi að sitja eftir með sárt ennið. Ég veit að að United og Leeds eru erki óvinir, sumir vilja meina meiri óvinir enn United og Liverpool. Því er kannski skrítið að lesa það eftir United mann að vilja Leeds aftur brautargengi. Enn það er nú bara til komið vegna þess að ég sakna þess að mæta þeim. Það var alltaf svo mikil spenna og rígur í gangi þegar þessi lið mættust og skipti ekki togum hvar þau væru staðsett í deildinni. Einnig er grátlegt að sjá Nottingham Forrest menn, fyrrum Evrópumeistara Meistaraliða. Enn Forrest varð fyrsti klúbburinn af fyrri sigurvegurum evrópukeppninnnar til að falla niður í þriðju efstu deild heimalands síns.

Vonandi koma þessir klúbbar til baka sem fyrst.


mbl.is Swansea í 1. deildina eftir 24 ára fjarveru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu 37 mörk tímabilsins...

...vantar einungis vítaspyrnumarkið sem hann skoraði nú um helgina gegn Arsenal. Bara góðar 10 mínútur sem maður á meðan maður horfir á þetta:



He plays it on the left,
he plays it on the riiiight,
that boy Ronaldo,
makes England look shite!

Eða íslenskunin á þessum text hjá mér:

Hann spilar á vinstri,
hann spilar á hæææægri,
þessi dreng Ronaldo,
lætur Englendinga líta út lægri.
mbl.is Ronaldo með sex marka forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég ætti að veðja...

...á það hvort Benítez verði áfram með liðið á næsta tímabili. Þá myndi ég veðja á að svo verði ekki. Maðurinn hætti með Valencia á sínum tíma eftir að hafa náð stórglæsilegum árangri með þeim. Hvers vegna hætti hann? Jú vegna meintra deilna við stjórn Valencia. Í dag virðist hann aftur vera að rata í svipaða stöðu. Það er ekki nóg með það að hann sé á milli tveggja elda heldur er það koma á daginn að sótt er að honum úr fleiri áttum. Nú síðast er það að koma í ljós að það voru ekki einungis eigendurnir sem voru að funda með Klinsmann heldur var Rick Parry þar einnig. Þannig að núna vill Benítez fá svör og það helst í gær. Hvort hann fái sín svör verður að koma í ljós. Einnig hvort að hann gefist upp á ástandinu og pakki saman í sumar.

Að lokum tek ég það fram að ég vona að Rafa haldi áfram með liðið því þeir virðast ekki eiga nokkurn möguleika í deildarkeppnina á meðan svo er og þeim mun þægilegra fyrir United að sigla fram hjá í titlafjölda fyrir deildarkeppnina.

Árið 1990: Man Utd 7 - 18 Liverpool.
Árið 2008: Man Utd 17 - 18 Liverpool.

Þetta kallar maður skjótar sviptingar.


mbl.is Benítez lætur óvissuástandið hjá eigendum Liverpool ekki hafa áhrif á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pétur Orri Gíslason
Pétur Orri Gíslason
Pétur er eldheitur stuðningsmaður Manchester United frá 5 ára aldri. Pétur er fæddur árið 1984 og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband