22.8.2008 | 10:46
Scholes er betri en enginn.
Scholes ætlar ekki að gefa kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 09:42
Svipað upp á teningnum í Keflavík.
En þar hafa leikmenn Keflavíkur einmitt spilað í rauðu varabúningunum á heimavelli eftir að stuðningsmenn óskuðu þess. Rauður er líka mun meiri baráttu litur og ógnvænlegri.
En viljum við þá ekki Frakka í úrslitum til að halda rauða litnum?
Ísland leikur í rauðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 09:39
Svekkelsi!
Það verður það alla vega fyrir Liverpool ef Wenger snarar út peningunum fyrir Barry. Ef Arsenal kaupa Barry þá tel ég möguleika þeirra í titlbaráttunni aukast til muna. Ef þeir kaupa engan þá verða þeir líklegast í baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið.
En hvað gera Liverpool ef af þessu verður? Aðal skotmark Benítez fer út um gluggan og spurning hvort hann fylgi á eftir.
Það verður spennandi að sjá hvað gerist núna í lok félagsskiptagluggans.
Wenger staðfestir áhuga á Barry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.8.2008 | 08:58
Tapsárar Suður-Kóreukonur.
Hvort sem að það áttu sér stað dómaramistök eða ekki þá var það alveg út úr kortinu og ósiljanlegt að dómararnir skildu til að byrja með kíkja á sjónvarpsupptökuna á hliðarlínunni. En það er auðvitað ekki í reglum handboltans að dómarar megi það. Þeir dæmdu og sá dómur stendur. Auðvitað geta dómarar gert mistök þar sem þeir eru mannlegir eins og við og er það bara hluti af leiknum þessi mannlegi þáttur. Það er bara nefnilega hluti af leiknum.
Þó svo að það hafi hugsanlega verið einhver ósanngirni þá heitir þetta samt einfaldlega að vera tapsár.
IHF vísar kæru Suður Kóreu frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 08:44
Geir var alveg magnaður leikmaður.
Þegar maður heyrir nafnið Geir Sveinsson þá rifjast margar geggjaðar minningar. Maðurinn var alveg framúrskarand leikmaður, leiðtogi með meiru og frábær fyrirmynd og sendiherra fyrir land og þjóð. Því miður náði hann aldrei að vinna stórmót enn komst tvisvar virkilega nálægt því. Árin 1992 á Ól í Barcelona og svo HM 1997 í Japan.
Geir á ekkert nema hrós og virðingu skilið frá mér og öllum öðrum Íslendingum.
Viðurkenni að ég öfunda þá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 08:14
Rússar kvitta fyrir á bestan mögulega máta.
Það er ekki annað hægt að segja en þeir lentu einmitt í því um daginn að Danir rændu þá í blálokin og unnu þá með marki sem kom úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn. Vel gert hjá Rússum sem eru heldur betur orðnir jójó lið eftir mörg ár sem leiðandi lið í þessari íþrótt.
Að lokum. Getur einhver frætt mig og jafn vel einhverja fleiri um það hvað hann Maksimov þjálfari Rússa er búinn að vera með þá lengi sem þjálfari?
Rússar leika um 5. sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2008 | 08:09
Loksins kemur eitthvað skemmtilegt frá AS.
Annað en eitthvað bull um Real Madrid og Cristiano Ronaldo.
Alla vega er þessi myndlíking ansi nærri lagi og á vel við okkur eldfjallafólk. Einnig gaman að sjá það að Spánverjar eru kurteisir og sýna okkur virðingu annað en sumir. En á móti kemur að þeir vanmeta okkur ekki en svoleiðis lagað hefði tvímælalaust unnið með okkur.
Áfram Ísland.
Sýnd veiði en ekki gefin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 08:05
Það mun mikið mæða á Róbert í dag.
Hvor tuddinn sem verður inn á hverja stundina þá eru það svakaleg átök sem bíða Róberts allan leikinn og verður hann að spila þetta klókt og helst reyna að fiska þá svolítið duglega út af án þess að leggjast í einhvern sápuóperuleikaraskap eins og Suður-Kóreumenn.
Kæmi mér heldur ekkert á óvart ef að Fúsi muni spila mikið í þessum leik.
Áfram Ísland!
Óhræddir og fullir tilhlökkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 00:43
Bíddu nú við.
Ef aldurstakmarkið er 16 ára. Hvernig ætli hafi þá staðið á því að Michael Phelps hafi fengið leyfi til að keppa á leikunum í Sydnei árð 2000 þá aðeins 15 ára gamall?
Svo var annað undrabarn í Bretlandi, 13 ára gamall, sem vann sér víst inn þáttöku á þessum leikum í ár. Man ómögulega hvað sá heitir.
Fjórtán ára gullverðlaunahafi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2008 | 00:41
Mörgæsin að standa sig gríðarlega vel.
Já það er búinn að vera algjör unun að fylgjast með honum Snorra Steini síðustu tvö árin hvað hann hefur risið upp og orðið mikill leiðtogi og máttarstólpi þeim hópi sem íslenska landsliðið er. Ég var lengi vel ekki hans mesti aðdáandi en hann hefur algjörlega snúið mínu viðhorfi við.
Ísland Ólympíumeistarar og Snorri markakóngur? Það yrði alla vega magnað.
Snorri Steinn markahæstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar