Jæja þá þurfa gömlu risarnir að vakna almennilega.

Swansea búnir að tryggja sig upp sem þýðir að aðeins tvö pláss eru eftir í lyftunni upp á næst efstu hæð. Ég er búinn að ganga með þann draum í maganum í allan vetur að Leeds og Nottingham Forrest myndu jafn vel fara að koma til baka og vinna sig upp. Nú er þetta knappt því allt stefnir í að alla vega annað liðið þurfi að sitja eftir með sárt ennið. Ég veit að að United og Leeds eru erki óvinir, sumir vilja meina meiri óvinir enn United og Liverpool. Því er kannski skrítið að lesa það eftir United mann að vilja Leeds aftur brautargengi. Enn það er nú bara til komið vegna þess að ég sakna þess að mæta þeim. Það var alltaf svo mikil spenna og rígur í gangi þegar þessi lið mættust og skipti ekki togum hvar þau væru staðsett í deildinni. Einnig er grátlegt að sjá Nottingham Forrest menn, fyrrum Evrópumeistara Meistaraliða. Enn Forrest varð fyrsti klúbburinn af fyrri sigurvegurum evrópukeppninnnar til að falla niður í þriðju efstu deild heimalands síns.

Vonandi koma þessir klúbbar til baka sem fyrst.


mbl.is Swansea í 1. deildina eftir 24 ára fjarveru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu 37 mörk tímabilsins...

...vantar einungis vítaspyrnumarkið sem hann skoraði nú um helgina gegn Arsenal. Bara góðar 10 mínútur sem maður á meðan maður horfir á þetta:



He plays it on the left,
he plays it on the riiiight,
that boy Ronaldo,
makes England look shite!

Eða íslenskunin á þessum text hjá mér:

Hann spilar á vinstri,
hann spilar á hæææægri,
þessi dreng Ronaldo,
lætur Englendinga líta út lægri.
mbl.is Ronaldo með sex marka forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég ætti að veðja...

...á það hvort Benítez verði áfram með liðið á næsta tímabili. Þá myndi ég veðja á að svo verði ekki. Maðurinn hætti með Valencia á sínum tíma eftir að hafa náð stórglæsilegum árangri með þeim. Hvers vegna hætti hann? Jú vegna meintra deilna við stjórn Valencia. Í dag virðist hann aftur vera að rata í svipaða stöðu. Það er ekki nóg með það að hann sé á milli tveggja elda heldur er það koma á daginn að sótt er að honum úr fleiri áttum. Nú síðast er það að koma í ljós að það voru ekki einungis eigendurnir sem voru að funda með Klinsmann heldur var Rick Parry þar einnig. Þannig að núna vill Benítez fá svör og það helst í gær. Hvort hann fái sín svör verður að koma í ljós. Einnig hvort að hann gefist upp á ástandinu og pakki saman í sumar.

Að lokum tek ég það fram að ég vona að Rafa haldi áfram með liðið því þeir virðast ekki eiga nokkurn möguleika í deildarkeppnina á meðan svo er og þeim mun þægilegra fyrir United að sigla fram hjá í titlafjölda fyrir deildarkeppnina.

Árið 1990: Man Utd 7 - 18 Liverpool.
Árið 2008: Man Utd 17 - 18 Liverpool.

Þetta kallar maður skjótar sviptingar.


mbl.is Benítez lætur óvissuástandið hjá eigendum Liverpool ekki hafa áhrif á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoke er joke.

Það er heilagur sannleikur. Eða svo töldu menn. Íslendingarnir farnir og þá fer þetta allt að ganga upp. Eru á hraðri leið upp í úrvalsdeildina sem mun skila íslendingunum 250 milljónum króna í vasann sem ætti að leiðrétta þennan þokkalega mínus sem þeir fengu út úr þessu ævintýri. Enn Stoke munu ekki staldra lengi við í deild hinna bestu. Bæði vegna þess að þeir eru að gera þetta mikið á lánsmönnum sem eru einmitt lánaðir til þeirra frá liðum í úrvalsdeildinni sem hafa enginn not fyrir þá því ekkki eru þeir haldnir úrvaldeildargæðum. Og einnig því peningar eru af skornum skammti sem reyndar bætist aðeins úr ef þeir komast upp.
mbl.is Stoke á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn orðnir gamlir og lúnir knattspyrnulega séð?

Greyið karlinn sem steig ekki svo mikið í vitið þegar hann hafnaði United á sínum tíma og sagði ásæðuna þá að Liverpool væru að taka fram úr United. Sem sagt að United væri á niðurleið enn Liverpool á uppleið. Ég þakka honum kærlega fyrir það. Það vottar ekki fyrir missi hjá að þessi maður hafi gert þessar gjörðir sínar og sé farinn og megi hann njóta sín vel á efri árum fótboltans á elliheimilinu sem ítalska deildin er.

Ryan Giggs > Harry Kewell.


mbl.is Kewell orðaður við Juventus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda ekkert skrítið...

...þar sem að einn stærsti styrktaraðili Inter er Nike enn Inter jafnframt leika í treyjum frá þeim. Inn í þetta spilast að Ronaldinho er með auglýsingasamning við Nike. Einnig eru Inter öruggir með Meistaradeildarsæti á næsta tímabili öfuggt við AC Milan sem verða líklegast í Evrópukeppni félagsliða.

Svipuð staða kom upp á sínum tíma með David Beckham þegar hann fór frá United. Enn þá vildu Adidas ekki sjá það að hann færi í Inter eða Barcelona þannig að hann varð að gjöra svo vel að velja annað hvort AC Milan eða Real Madrid enn það síðara varð fyrir valinu.

Hvernig ætla svo AC Milan að koma Kaká, Ronaldinho, Pato og Schevchenko fyrir í sama liðinu? Enn Schevchenko hefur einmitt líka verið mikið orðaður við sitt gamla lið.

Það verður gaman að fylgjast með.


mbl.is Inter ætlar að blanda sér í baráttuna um Ronaldinho
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Pétur Orri Gíslason
Pétur Orri Gíslason
Pétur er eldheitur stuðningsmaður Manchester United frá 5 ára aldri. Pétur er fæddur árið 1984 og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband