31.8.2008 | 19:53
Frábær sigur, titillinn blasir við.
Þvílík gargandi snilld sem þessi úrslit voru. Mínir menn mættu hinum heimafælnu Grindvíkingum sem höfðu unnið sex leiki í röð og gjörsamlega skeindu þeim. Þeir sem skoða textalýsingu mbl.is sjá meðal annars að það er ekki eitt Grindavíkurmerki í fyrri hálfleik. Jói B. skoraði loksins sitt fyrsta mark. Guðmundur Steinarson skorar lon og don og tók aftur forystuna á Björgólf Takefusa og Magnús Þorsteinsson með einn eitt markið á síðustu tíu mínútum leiksins. Glæsilega úrslit og titillinn færist nær og nær. Aðeins fjórir leikir eftir og duga tveir sigurleikir og eitt jafntefli í þeim til sigurs. Er nokkuð viss um það. Þá fáum við Keflvíkingar að sjá fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í Keflavík í 35 ár.
Ég er stoltur af ykkur strákar og að lokum, Áfram Keflavík!
Keflavíkingar lögðu Grindavík 3:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2008 | 17:25
1-1? Bíddu missti ég af einhverju?
Ja hérna. Ég sat límdur og horfði á þennan leik og verð bara að segja að þessi tvö mörk fóru alveg fram hjá mér. Annars var leikurinn leiðinlegur framan af áður enn menn fóru eitthvað að spýta í lófanna í seinni hálfleik og Villa ívið betri. Eitt sem mér fannst koma í ljós var hvað breiddin virkaði minni hjá Liverpool heldur enn Aston Villa. Torres meiddist, tognaður í aftanverðum lærvöðva, sem er ein versta tognunin sem þú getur lent í og þýðir yfirleitt að menn eru frá í alla vega mánuð. Hefði samt viljað sjá hann heilan gegn United. Verður ekkert gaman að vinna Liverpool og púlarar geta þá skýlt sér bak við það að Torres og hugsanlega Gerrard vantaði.
Benítez er að nota Robbie Keane alveg kol vitlaust. Er með hann allt of mikið vinstra meginn í 4-3-3 kerfi enn auðvitað þrífst Keane lang best í fyrir aftan striker í 4-4-2 kerfi. Enn þetta er auðvitað ekkert í fyrsta skiptið sem Benítez er að kúka upp á bak í taktíkinni. Hún virkar vel í Evrópu enn hefur ekki verið að virka jafn vel í ensku deildinni. Mér fannst líka helst til skrítið að þegar Torres fór út af að Benítez skildi þá ekki setja Babel eða Benayoun inn og Kuyt í striker. Hefði komið mun betur út heldur enn þessi NGog sem sálfsagt verður prýðisleikmaður einn daginn enn svo langt í frá tilbúinn enn sem komið er. Skoraði 1 mark í 24 leikjum ef ég man rétt fyrir PSG í frönsku deildinni síðasta vetur.
Villa liðið er hins eftir mörg kaup í sumar að slípast saman og er ég alveg handviss að þeir verða í grimmri baráttu um Meistaradeildarsæti í vetur. Það sem háði þeim í fyrra þegar þeir enduðu í 6. sæti var lítil breydd enn eftir að Martin O'Neill er búinn að versla fyrir 48 milljónir punda í sumar þá er húna orðinn mjög mikil. Ungir og efnilegir leikmenn eins og Agbonlahor og Ashley Young eru ári eldri og reynslunni ríkari. Og Barry verður áfram sem á endanum á líklegast eftir að borga sig fyrir hann.
Því miður kemur helvítis landsleikjahléið núna og tveggja vikna frí á deildinni. Enn þegar það klárast þá verður heldur betur stórslagurinn þegar Rauðu Djöflarnir fara á Anfield og heimsækja Rauða Herinn.
Aston Villa og Liverpool skildu jöfn á Villa Park - Torres meiddist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.8.2008 | 19:51
Frábærar fréttir!
Pavlyuchenko skrifar undir hjá Tottenham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2008 | 11:57
Að fá heimaleik þá er maður sáttur.
Dregið í enska deildabikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 09:36
Já Zenit verða háll sem áll í vetur.
Ferguson: Zenit öflugt í Meistaradeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.8.2008 | 09:29
Fylkir hefna sín.
Koma Fylkismenn fram hefndum gegn Fjölni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 09:27
Þvert gegn skapi.
Enn þá vona ég samt að Real Madrid verði meistari enda væri það gott mál fyrir mína menn í United. Svo er ég líka svo déskotans hjátrúarfullur.
Svona hafa titlarnir fallið á Englandi og Spáni á þessum áratug.
Ár - England - Spánn
2000: Man Utd - Real Madrid
2001: Man Utd - Real Madrid
2002: Arsenal - Valencia
2003: Man Utd - Real Madrid
2004: Arsenal - Valencia
2005: Chelsea - Barcelona
2006: Chelsea - Barcelona
2007: Man Utd - Real Madrid
2008: Man Utd - Real Madrid.
Skemmtileg tilviljun.
Turnar tveir en annað tóm meðalmennska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2008 | 22:34
Kjánalegt af Scholes.
En sýnir samt hvað vilji hans til að vinna er sterkur og undirstrikar það af hverju hann hefur verið svona sigursæll sem leikmaður og góður þjónn í langan tíma.
En á þessum tímapunkti verður Carrick orðinn heill heilsu þannig að hann mætir einfaldlega inn í staðinn.
Kemur sér líka vel fyrir Scholes að þá fær hann frí frá leiknum og verður á ferskur í leikjunum gegn Liverpool og Chelsea sem eru einmitt leikirnir tveir sitt hvoru meginn við Villareal leikinn.
Scholes í banni gegn Villarreal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2008 | 20:54
Eru þeir veruleikafirrtir?
Hull með tilboð í Campbell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2008 | 20:52
Þannig fór um sjóferð þá.
Greinilegt hvort liðið er í formi og hvort ekki. Zenit menn voru miklu fljótari, sprækari og úthaldsbetri og greinilega á toppnum hvað sitt form áhrærir deildin hjá þeim byrjar í febrúar og er fram í nóvember ólíkt ensku deildinni sem er rétt að hefjast. En fyrir utan það er það með öllu óafsakanlegt að tapa þessum leik og greinilegt að taktískt séð var Ferguson tekinn í bakaríið í kvöld. Gary Neville var hreint algjör hörmung og ekki einu sinni skugginn sjálfum sér fyrir tveim árum. Evra var oft gripinn í landhelgi. Anderson og Scholes voru ekki nógu agaðir á miðjunni þegar kom að varnarleiknum og oft var stærðarinnar gat þarna milli varnar og miðjum sem Zenit menn nýta sér auðvtað eins og skot. Fór að ganga aðeins betur eftir að Anderson fór út og O'Shea kom inn á. Scholes var svo að æfa blak þarna í lokin, hugsanlega að æfa sig fyrir Ól í London 2012. Enn og aftur að lokum þá var þetta verðskuldað hjá Zenit og gjörsamlega óafsakanlega hjá mínum mönnum.
Næst eru það Liverpool og trúi ég ekki öðru enn að úrslit kvöldsins hafi rifið menn niður á og jörðina og vakið þá upp.
Zenit vann Stórbikar Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar