Ég hef engar áhyggjur af þessu.

Eftir að Cheslea og Liverpool mistókst um síðustu helgi að skilja United eftir á meðan þeir voru að bæta enn einni skrautfjöðurinn í hattinn sinn.

 

Chelsea hafa nú þegar spilað alla heimaleikina við hin liðin í "fjórum stóru" og hafa hlotið 1 stig út úr því. Lið með þannig árangur hefur aldrei orðið meistari í lok leiktíðar. United eiga hins vegar eftir heimaleik við öll þessi lið og í rauninni eiga þeir öll hin liðin sem voru með þeim í topp 10 á síðasta tímabili eftir á heimavelli. Sem sagt þeir hafa spilað við öll þessi lið á útivelli í fyrri umferðinni með fínum árangri og það skal ekki gleymast að United eiga tvo leiki til góða sem eru heimaleikir gegn Fulham og Wigan en hingað til hafa United 100% árangur gegn þessum liðum á heimavelli í úrvalsdeildinni. Með sigri í þessum tveimur leikjum þá verða United jafnir Chelsea og einu stigi á eftir Liverpool.

 

Voru einhverjir hérna búnir að afskrifa United í titilbaráttunni?

 

Jólakveðjur.


mbl.is Spennan á toppi og botni sjaldan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... hef alltaf sagt það að við United menn tökum þetta í vor.. ekki spurning... Liverpool er eitthvað að sprikla núna... en þeir enda í 3.-4. sæti eins og venjulega... Chelsea verður í 2.sæti... við erum langbestir og flottastir...

Gleðileg jól!

Brattur, 24.12.2008 kl. 11:19

2 identicon

Þetta er ekki spurning þetta árið, við tökum þetta í ár eins og flest síðustu árin.  LFC fer að detta úr gír enda hef ég engar áhyggjur af þeim frekar en fyrri árin.  Gaman að því samt hvað það eru margir ungir strákar (að 25) miklir aðdáendur LFC og þessir sömu hafa aldrei eða muna allavega ekki eftir því hvernig tilfinning það er að vinna deild. Chelsea þarf ekki að tala um og Arsenal mórallinn er hruninn fyrir löngu.

Gleðileg Jól og áfram Manchester United

Ingi Ingason (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 12:00

3 identicon

Hvernig er þetta með ykkur utd menn ...  Nennir öngvinn lengur að lesa bloggið ykkar beint.

Er þá eina úrræðið að notfæra ykkur fréttir til að tengja þetta venjulega utd hrokabulli

Jón Ingi (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Grétar Ómarsson

Fyrir það fyrsta eru það Man Utd menn sem hafa efni á að vera með hrokabull núna þó ópin komi mest úr herbúðum Liverpool áhangenda um þessar mundir.

Þeir hafa kannski ástæðu til vegna þess að þeir geta sennilega átt góð jól með von um að vegengni þeirra haldi áfram eftir áramót. 

Það er grátbroslegt að vita til þess að Liverpool er búið að vinna titilinn á hverju ári að þeirra mati í byrjun tímabils, en það hrynur alltaf allt hjá þeim á endanum

Ekki hef ég mikla trú á að breyting verði á því þetta árið þó Liverpool sé á toppnum um Jólin.

Ef Roy Evans hefði fengið að klára uppbygginguna á 9 áratugnum hefði hann gert Liverpool að stórveldi aftur, en honum var bolað út. SEM BETUR FER!!

Hann var að búinn að byggja upp frábært unglingalið sem sundraðist fljótlega eftir að honum var sparkað.

Grétar Ómarsson, 24.12.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Orri Gíslason
Pétur Orri Gíslason
Pétur er eldheitur stuðningsmaður Manchester United frá 5 ára aldri. Pétur er fæddur árið 1984 og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband