31.8.2008 | 19:53
Frábær sigur, titillinn blasir við.
Þvílík gargandi snilld sem þessi úrslit voru. Mínir menn mættu hinum heimafælnu Grindvíkingum sem höfðu unnið sex leiki í röð og gjörsamlega skeindu þeim. Þeir sem skoða textalýsingu mbl.is sjá meðal annars að það er ekki eitt Grindavíkurmerki í fyrri hálfleik. Jói B. skoraði loksins sitt fyrsta mark. Guðmundur Steinarson skorar lon og don og tók aftur forystuna á Björgólf Takefusa og Magnús Þorsteinsson með einn eitt markið á síðustu tíu mínútum leiksins. Glæsilega úrslit og titillinn færist nær og nær. Aðeins fjórir leikir eftir og duga tveir sigurleikir og eitt jafntefli í þeim til sigurs. Er nokkuð viss um það. Þá fáum við Keflvíkingar að sjá fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í Keflavík í 35 ár.
Ég er stoltur af ykkur strákar og að lokum, Áfram Keflavík!
![]() |
Keflavíkingar lögðu Grindavík 3:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.