1-1? Bíddu missti ég af einhverju?

Ja hérna. Ég sat límdur og horfði á þennan leik og verð bara að segja að þessi tvö mörk fóru alveg fram hjá mér. Annars var leikurinn leiðinlegur framan af áður enn menn fóru eitthvað að spýta í lófanna í seinni hálfleik og Villa ívið betri. Eitt sem mér fannst koma í ljós var hvað breiddin virkaði minni hjá Liverpool heldur enn Aston Villa. Torres meiddist, tognaður í aftanverðum lærvöðva, sem er ein versta tognunin sem þú getur lent í og þýðir yfirleitt að menn eru frá í alla vega mánuð. Hefði samt viljað sjá hann heilan gegn United. Verður ekkert gaman að vinna Liverpool og púlarar geta þá skýlt sér bak við það að Torres og hugsanlega Gerrard vantaði.

Benítez er að nota Robbie Keane alveg kol vitlaust. Er með hann allt of mikið vinstra meginn í 4-3-3 kerfi enn auðvitað þrífst Keane lang best í fyrir aftan striker í 4-4-2 kerfi. Enn þetta er auðvitað ekkert í fyrsta skiptið sem Benítez er að kúka upp á bak í taktíkinni. Hún virkar vel í Evrópu enn hefur ekki verið að virka jafn vel í ensku deildinni. Mér fannst líka helst til skrítið að þegar Torres fór út af að Benítez skildi þá ekki setja Babel eða Benayoun inn og Kuyt í striker. Hefði komið mun betur út heldur enn þessi NGog sem sálfsagt verður prýðisleikmaður einn daginn enn svo langt í frá tilbúinn enn sem komið er. Skoraði 1 mark í 24 leikjum ef ég man rétt fyrir PSG í frönsku deildinni síðasta vetur.

Villa liðið er hins eftir mörg kaup í sumar að slípast saman og er ég alveg handviss að þeir verða í grimmri baráttu um Meistaradeildarsæti í vetur. Það sem háði þeim í fyrra þegar þeir enduðu í 6. sæti var lítil breydd enn eftir að Martin O'Neill er búinn að versla fyrir 48 milljónir punda í sumar þá er húna orðinn mjög mikil. Ungir og efnilegir leikmenn eins og Agbonlahor og Ashley Young eru ári eldri og reynslunni ríkari. Og Barry verður áfram sem á endanum á líklegast eftir að borga sig fyrir hann.

Því miður kemur helvítis landsleikjahléið núna og tveggja vikna frí á deildinni. Enn þegar það klárast þá verður heldur betur stórslagurinn þegar Rauðu Djöflarnir fara á Anfield og heimsækja Rauða Herinn.


mbl.is Aston Villa og Liverpool skildu jöfn á Villa Park - Torres meiddist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Spurning hvort að þið gætuð ekki platað Frank Rijkaard í taka þarna yfir. Þar að segja ef hann er ekki á leiðinni til AC Milan.

Pétur Orri Gíslason, 1.9.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Orri Gíslason
Pétur Orri Gíslason
Pétur er eldheitur stuðningsmaður Manchester United frá 5 ára aldri. Pétur er fæddur árið 1984 og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband