30.8.2008 | 09:36
Já Zenit verða háll sem áll í vetur.
Held að það sé ekkert annað inn í myndinni enn að Zenit verði ógnarsterkir og þá sérstaklega á heimavelli og fagnaði ég gríðarlega þegar ég fylgdist með drættinum og sá að mínir hafi sloppið við þá í riðlakeppninin. Juventus og Real Madrid verða hins vegar heldur betur að vera varir um sig, girða sig í brók og vinna heimavinnuna ef þau ætla einfaldlega ekki að enda á að keppa um annað sætið í riðlinum. Vonandi að Zenit og Juve skilji bara Real Madrid eftir. Slíkt er hatur mitt á Real Madrid búið að vaxa eftir sumarið.
![]() |
Ferguson: Zenit öflugt í Meistaradeildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 644
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hatur á Real? Hvurslags, hvurslags! Varla er það vegna þess að Real hafa sýnt Ronaldo áhuga?
Aron (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 10:16
Ég geri þá ráð fyrir því að þú meðtakir svipað hatur frá Tottenham mönnum í garð Man Utd?
Eða er það öðruvísi bara af því að þú heldur með Man Utd?
Reynir Elís Þorvaldsson, 30.8.2008 kl. 10:32
Aron: Það er eitt hjá Real Madrid að gaspra daglega um áhuga sinn á leikmanni og ganga svo frá kaupunum og svo er það annað að gera eins og Real Madrid gera að nota fjölmiðlana AS og Marca í það að básúna út yfirlýsingar á hverjum degi um að þeim langi í leikmanninn og hvað þeir eru tilbúnir að bjóða í laun en svo gera þeir aldrei formlegt tilboð.
Reynir: Reynir það hefur komið í ljós að kæran sem Spurs löggðu inn á hendur United var byggð á einhverjum skáldskap tveggja unglinga sem eru með íþrótta heimasíðu í Noregi og þaðan fór fréttin eins og eldur í sinu um netið og þessa miðla eins og Sky og fleiri. Þessir tveir piltar hafa meðal annars eftir það viðurkennt að hafa laggt Ferguson orð í munn. Og já United hafa gert tilboð í Berbatov og málið er tilbúið. Það eina sem er verið að bíða eftir að Tottenham nái að klófesta í framherja og þá verður Berbatov sendur í læknisskoðun og gengið frá pappírunum. Ef Tottenham ná ekki að kaupa framherja þá verður hann áfram hjá Tottenham.
Pétur Orri Gíslason, 30.8.2008 kl. 11:42
En við hverju öðru er hægt að búast við af Real? Þú ættir nú að muna eftir því þegar að Zidane gekk til liðs við þá 2001 og Real gerðu nákvæmlega það sama, töluðu opinberlega um leikmanninn og Juve neitaði að hafa fengið tilboð og að Zidane færi ekki neitt osfr. Real hafa gert þetta eins lengi og ég get munað, það sem að fer eflaust mest í taugarnar á þér er það að Ronaldo vill fara og staðfesti það á blaðamannafundi!
Aron (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 15:02
Aron: Ronaldo sagði það að hann vildi einn daginn uppfylla gamlan draum sinn frá því hann var lítill polli og spila með Real Madrid einn daginn. Hann sagði ekkert um það að hann vildi fara strax til þeirra enda ef svo hefði verið þá hefði hann gert eins og Real vildu og beðið um sölu.
Pétur Orri Gíslason, 30.8.2008 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.