28.8.2008 | 08:52
Hvað er að þessum Hamarsmönnum úr austur Lundúnum?
Vilja manninn strax út sem bjargaði þeim frá falli. Stýrði þeim svo á næsta tímabili sem endaði núna síðasta vor í 10. sætið og tímabilið er rétt byrjað og þeir heimta strax höfuðið af honum. Hvern vilja þei eiginlega í staðinn sem er á lausu? Þeir eru ekki margir frambærilegir. Menn eins og Souness og Allardyce eru bara að mæla göturnar en hvorugur þeirra ætti samt að vera kostur sem stuðningsmenn Hamranna vilja umfram Curbs.
Vilja Curbishley út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kemur raunar fram í fréttinni Pétur, boltinn sem hann er að láta liðið spila þykir afspyrnu leiðinlegur og það er ekki að virka á þá sem sækja völlinn.
Annars er ég sammála þér með stöðuna og t.d. síðasta tímabil var alls ekki slæmt hjá kallinum, (ég fór m.a. að sjá hann landa ánægjulegum sigri gegn Lúserpúl) en þetta er gamla sagan, einhver tekur ákvörðun um að selja menn og stjórinn er skammaður, eða rekinn.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 09:44
Mér finnst það ekki leiðinlegur bolti þegar lið skorar tvisvar sinnum á fyrstu tíu mínútum tímabilsins. En svo reyndar kemur ekkert meira eftir það enn sem komið er. En tímabilið er bara rétta að byrja. Allt í lagi að gefa manninum alla vega séns fram að áramótum.
Pétur Orri Gíslason, 28.8.2008 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.