Því miður aðeins of seint.

Hefði verið mun siðugra af honum að bjóðast til þess að hætta sjálfur frekar enn að reka Sven-Göran Eriksson sem er einn besti þjálfari í heiminum. Þið sjáið nú bara Eriksson gerði góða hluti með þá ensku og það kemur í rauninni alltaf betur og betur í ljós. Hann skilaði þeim alltaf á stórmótin og þar í rauninni var það óheppni og ekkert annað að þeir duttu út. Bæði á EM 2004 og HM 2006 duttu þeir þar út eftir vítaspyrnukeppni, bæði skiptin fyrir Portúgal. Eins og Scolari viðurkenndi eftir EM 2004 sem dæmi þá voru þeir bara heppnir að komast áfram gegn Englendingunum því hefðu verið mun betri en þeir í leiknum og framlengingunni. 


mbl.is Thaksin tilbúinn til að hætta hjá Man.City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eriksson er góður stjóri og hafði sannað það áður en hann tók við enska landsliðinu, hann tók þá eins langt og þeir gátu komist og í fullri hreinskilni að þá átti Portúgal skilið að komast í gegn, bæði skiptin. Enska landsliðið hefur alltaf verið ofmetið af london pressuni og í rauninni svívirðilegt af þeim að birta hluti eins og að England hefi einhvern "god given right" að komast á öll stórmót. Man eftir því þegar að Owen sagði í viðtali fyrir leikinn gegn Króötum í undankeppni EM að enginn króati kæmist í lið Englendinga, svona hroki á ekki skilið að vinna neina leiki eða komast á mót.

Aron (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 07:49

2 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Já þeir fá aldrei tíma og frið frá hvorki pressunni né þjóðinni til að gera nokkurn skapaðan hlut. Strax farnir að atast í Capello eftir aðeins nokkra vináttuleiki. Capello hefur alls staðar sem hann hefur farið gert góða hluti og það verður ekki öðru vísi með enska liðið svo lengi sem hann fái frið til að láta þetta smella saman.

Pétur Orri Gíslason, 24.8.2008 kl. 09:43

3 identicon

Jah, ef ég á að segja þé eins og er að þá býst ég nú ekki við því að Capello nái einhverjum betri árangri en t.d. Eriksson með þetta lið. Englendingar verða bara að sætta sig við það að komast í 8 liða úrslit er góður árangur. Enska pressan gefur þessum mönnum engann tíma, t.d. á miðvikudaginn eftir jafnteflið við Tékka að þá birta Guardian, Times, NOTW osfr. "doom and gloom" greinar um enska landsliðið og byrja strax að beina spjótum sínum að Capello...þessu mun ekkert linna.

Eins og staðan er í dag að þá er góður árangur fyrist og fremst að koma Englendingum á HM, eftir það ef að hann kemur þeim uppúr riðlinum að þá hefur hann gert mjög vel og fáránlegt að ætlast til þess að hann vinni mótið.

Aron (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Ég er alveg pott þéttur á því að Englendingar fara á næsta HM. Þeir láta ekki Króata skáka sér aftur og þar að auki hafa Króatar bæði misst menn sem hafa hætt með landsliðinu og aðrir sem eru orðnir eldri og þreyttari.

Pétur Orri Gíslason, 24.8.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Orri Gíslason
Pétur Orri Gíslason
Pétur er eldheitur stuðningsmaður Manchester United frá 5 ára aldri. Pétur er fæddur árið 1984 og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband