20.8.2008 | 08:47
Öskubuskuævintýri Guðmundar.
Já það má með sanni segja að Guðmundur hefur hlotið uppreisn æru frá síðustu Ólympíuleikum sem ollu vægast sagt vonbrigðum. Það sem er svo magnað við þetta allt saman að Guðmundur virtist sá eini sem var tilbúinn að taka við landsliðinu og búið að ræða við marga áður en Guðmundur var fenginn sem tímabundinn lausn. Nú geri ég þá kröfu að Guðmundur verði bókaður lengur í þetta gigg sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann á það allt saman skilið.
Til hamingju Guðmundur og takk fyrir að gera þetta fyrir íslensku þjóðina. Ég er svo sannarlega stoltur af þér.
Guðmundur: Þetta var stórkostlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skulum ekki gleyma að GG er með Óskar Bjarna.og Gunnar Magg með sér í þessu.Sem kortleggja alla andstæðinga og allt saman.Og nú er spilað á fleirum en bara þessum sjö sem eru á inná í hvert skipti.Komin tími til að þora treysta öðrum.Skil ekki þetta fár hjá Íslendingum þó að undanúrslit sé í höfn.En kveðja
Halldór Jóhannsson, 20.8.2008 kl. 22:32
Guðmundur er samt forsvarsmaður þeirra og hann er dæmdur á úrslitunum en ekki Óskar Bjarni og Gunnar Magg þó svo að framlag virðist vera alveg ómetanlegt og auðvitað var það Guðmundur sem fékk þá með sér í þetta.
Auðvitað er svo í lagi að landinn sleppi sér aðeins þegar landsliðið sem enginn bjóst við neinu frá er allt í einu búinn að jafna besta árangur handboltalandsliðsins og eiga 75% líkur á að ná í verðlaunapening.
Pétur Orri Gíslason, 20.8.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.