19.8.2008 | 08:21
Á það fyllilega skilið.
Maðurinn hefur þvílíkt tekið til í sínum málum og einnig tekið skrefið til fulls úr því að vera efnilegasti og dýrasti varnarmaður í heimi í að verða sá besti. Er 29 ára gamall en er samt búinn að vera viðloðandi A-landsliðið í 11 ár en það er líklegast bara David Beckham í núverandi hópi sem hefur verið viðloðandi það lengur en hann auðvitaði afsalaði sér tigninni árið 2006 og er á niðurleið á sínum ferli á meðan Ferdinand er tvímælalaust á toppnum. Svo vinnur það líka með honum að eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í vor þá var hann eini leikmaður úr þessum liðum United og Chelsea fór með landsliðinu strax á eftir í æfingaleikinn á móti Trínidad og Tóbagó þó svo að honum stóð það til boða að fá frí.
Rio Ferdinand fyrirliði Englendinga. Hljómar vel.
![]() |
Ferdinand líklega fyrirliði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann fær sér kannski eina feita Kókaín línu í tilefni titilsins...?
Johnny English (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:42
Ég þakka Johnny English (hvort það á að vera hinn sami og Rowan Atkinson lék í samnefndri mynd) kærlega fyrir ómálegnalegasta svar vikunnar.
Pétur Orri Gíslason, 19.8.2008 kl. 10:34
Jæja og það var John Terry. Get ekki sagt að ég sé sammála. En hey það er ekki hægt að gera öllum til geðs.
Pétur Orri Gíslason, 19.8.2008 kl. 12:22
Jæja...........Nú á Ferdinand eftir að fá sér tvær feitar í svekkelsinu.......
Johnny English (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 16:13
Það þarf að hrista í þessu enska landsliði, John Terry var lélegur fyrirliði undir stjórn McClaren. Þetta landslið þarf fyrirliða sem að setur gott fordæmi þegar að illa gengur og getur lift liðinu upp á hærra plan! Terry hefði aldrei átt að vera inní myndinni og miðað við frammistöðu kappans síðustu 2 tímabil að þá er hann ekki einusinni næstbesti varnarmaður Englendinga.
eða þá að kallinn segir sig alfarið úr landsliðinu og kemur ferskur inn gegn Boro um helgina!
England á HM 2010? Kæmi mér ekki á óvart ef svo væri ekki...sem er bara gott mál fyrir Stevie, fengi þá góða hvíld yfir sumarið
Ég held að Johnny English sé bitur púllari, því miður að þá leynast alltaf nokkur skemmd epli á meðal manna sem að vilja halda uppi skynsamri umræðu.
Aron (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 19:04
Johnny English virðist ekki veita af því að taka smá Dale Carnegie.
En já Aron ég er alveg sammála þér með Terry. Langar líka að bæta við að mér fannst það ekki vinna með honum hvernig hann hefur ekki haft neina stjórn á samherjum sínum þegar kemur að framkomu við dómara og oft á tíðum hefur hann leitt þá hópamyndun.
Pétur Orri Gíslason, 19.8.2008 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.