18.8.2008 | 15:07
Ekki beint óskamótherjinn!
Þeir pólsku hafa haft sæmilega gott tak á okkur ísmönnum hin síðari ár og veldur það áhyggjum að þurfa að mæta þeim. Það hefði verið ívið þægilegra að geta spilað við Spánverja eða Króata og þá frekar mætt Pólverjum þegar komið væri í undanúrslit og við gætum tapað leik en samt spilað upp á verðlaun. Það sem truflar okkur svo mikið er að þeir leika ekki með neinn leikstjórnanda inn á heldur eru þeir með 3 sleggjur fyrir utan sem eru allir yfir 2 metrana á hæðina og það gengur okkar varnarmönnum illa að eiga við og þá sérstaklega markmönnum okkar. Þetta þýðir að liðið má ekki gera nein mistök í sóknarleik sínum ef þeir ætla sér að sigra leikinn. En strákarnir okkar hafa áður gert hluti sem maður hélt að væru ómögulegir.
Áfram Ísland!
Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.