18.8.2008 | 15:03
Auðvitað dreymir hann um það.
Hann reyndar hafnaði United árið 2006 en það var vegna þess að hann valdi Tottenham til að fá fast sæti í byrjunarliði og til ná að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni. Nú er hann búinn að því og er því tilbúinn að taka næsta skref og það er til United. Einnig býr í sömu borg samlandi hans Martin Petrov sem leikur með Man City en þeir eru víst bestu mátar og stór ástæða fyrir því að Berbatov vill flytja sig um set. Sagan segir að Berbatov hafi bent Martin Jol þá verandi stjóra Tottenham á Petrov þegar hann var hjá At. Madrid og Jol hafi hrifist og sagt Berba að hann myndi gera allt sem hann gæti til að kaupa hann yfir. En á endanum fór Martin Petrov til Man Shitty. Það fór víst illa í Berbatov.
En Dimitar Berbatov verður boðinn hjartanlega velkominn ef af því verður að hann skipti yfir til rauðu djöflana. Þar verður hann kominn í félagskap manna sem þekkja fátt annað en sigur og að keppa í deild og Meistaradeild.
Berbatov dreymir um að ganga til liðs við Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.