Færsluflokkur: Pepsi-deildin
31.8.2008 | 19:53
Frábær sigur, titillinn blasir við.
Þvílík gargandi snilld sem þessi úrslit voru. Mínir menn mættu hinum heimafælnu Grindvíkingum sem höfðu unnið sex leiki í röð og gjörsamlega skeindu þeim. Þeir sem skoða textalýsingu mbl.is sjá meðal annars að það er ekki eitt Grindavíkurmerki í fyrri hálfleik. Jói B. skoraði loksins sitt fyrsta mark. Guðmundur Steinarson skorar lon og don og tók aftur forystuna á Björgólf Takefusa og Magnús Þorsteinsson með einn eitt markið á síðustu tíu mínútum leiksins. Glæsilega úrslit og titillinn færist nær og nær. Aðeins fjórir leikir eftir og duga tveir sigurleikir og eitt jafntefli í þeim til sigurs. Er nokkuð viss um það. Þá fáum við Keflvíkingar að sjá fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í Keflavík í 35 ár.
Ég er stoltur af ykkur strákar og að lokum, Áfram Keflavík!
Keflavíkingar lögðu Grindavík 3:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2008 | 14:36
Leiðinlegt fyrir Fylkismenn að missa af Palla.
En svona getur það verið. Palli hefur sýnt það með Hvöt núna í sumar að hann er hörku þjálfari. Hefur tekist að lyfta þeim frá botninum og alla leið í 4. sætið í 2. deildinni. Palli er góður strákur og klára sína skuldbindingu á Blönduós. Ég myndi svo alla vega ekki veðja gegn því að hann taki svo við Fylkismönnum fyrir næsta tímabil.
Sverrir tekur við Fylki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2008 | 08:14
Hefði þetta verið mögulegur liðstyrkur?
Get ekki sagt það að mér fyndist það. Maður sem hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði liðs í næst efstu deild í Noregi ætti örugglega ekki mikið erindi í titilbaráttuna á Íslandi. Að mínu mati er mikið sniðugra fyrir FH-inga að gefa ungu strákunum séns enda nóg af þeim í Hafnarfirðinum. Í rauninni er allt of mikið af þeim sem daga uppi eða þurfa að hverfa á braut því þeir fá ekki tækifæri.
Annað er það í Keflavík þar sem ungum leikmönnum er gefið tækifæri ef það vantar menn í liðið. Enda sést það í dag að liðið sem laggði Þróttara að velli var skipað meira og minna uppöldum Keflvíkingum.
Haugasund hafnaði tilboði FH-inga í Kevin Nicol | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 23:44
Meiðsli Mete koma á slæmum tíma.
Það á ekki af manngreyinu að ganga. Alltaf meiðist hann reglulega en eins og fólk veit þá er heill Mete einn sá allra besti af varnarmönnum deildarinnar. Svona tognun í aftanverðu læri mun hins vegar þýða það að hann mun örugglega verða frá í 3 vikur-mánuð.
En það er hins vegar hægt að leysa það með að setja hinn gríðar öfluga Hadda (Hallgrím Jónasson), sem var veikur í dag, í miðvörðinn. Þá tekur væntanlega Hans Math miðjuna með Bóa (Hólmari Erni Rúnarssyni).
En eru engar fréttir af Nico? Hann er núna búinn að vera frá alveg síðan í leiknum gegn Breiðablik í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Ætli hann sé ekkert væntanlegur á næstunni?
Breiddin er mikil og það kemur til góða. Strákarnir eru þéttir saman og ætla sér að klára dæmið.
Láttu þér batna Gummi.
Guðmundur Mete tognaði illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 22:15
Topp náungi hann Kristján.
Það eina góða sem Guðjón Þórðarson laggði til Keflavíkurliðsins á sínum tíma var að ráða Kristján Guðmundsson sem aðstoðarþjálfara. Í ár hefur Guðjón tekið pokan sinn hjá ÍA á meðan Kristján er á góðri leið með að stýra sínu liði til sigurs í deildinni.
Vel gert Kristján, vel gert.
Kristján Guðmundsson: Gott að vera í eða við toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 21:20
Valsmenn úr leik.
Annar sigur HK á Val | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 21:16
KR-ingar þétta og þétta.
Já með þessum sigri þá heldur betur þétta KR-ingar pakkann sem kemur á eftir efstu tveimur liðunum og ljóst er að þetta er orðið tveggja fáka keppni núna. Guðjón Baldvinsson með bæði mörkin og hafa hann og Jónas Guðni heldur betur verið frábær kaup fyrir þá. Hugsanlega þau bestu í mörg ár.
En næst fá KR-ingar Keflvíkinga í heimsókn og verður það væntanlega þrusu slagur.
Guðjón tryggði KR 2:0 sigur á Fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 21:12
Keflavík á hörkuskriði og stefna á titilinn!
Þetta voru rosaleg úrslit og þeir heldur betur kvittuðu fyrir þessu óvænta tapi í fyrri umferðinni. Þar með var þetta 8. leikur Keflavíkur í röð án taps og tóku þeir efsta sætið af FH-ingum úr Hafnarfirði. Núna er liðið þar sem maður átti fyrir mót engan veginn von á að þeir myndu vera þegar 6 umferðir væru eftir. Núna er bara að halda áfram markmiðum sínum, það er að taka einn leik fyrir í einu og áður en þeir vita af þá verður mótið búið og þeir geta allt eins verið í fyrsta sæti þá. Frábær liðsheild sem Kristján hefur náð að mynda þarna eftir vonbrigðartímabilið í fyrra (seinni hlutinn).
Næsti leikur er í Frostaskjóli gegn KR-ingum sem eru svo gott sem úr leik í titilbbaráttunni og verður spennandi að sjá hvernig sá leikur fer en FH-ingar unnu þá sannfærandi um síðustu helgi. Passiði ykkur KR-ingar!
Áfram KEFLAVÍK!
Keflavík - Þróttur R., 5:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 21:07
Loksins fagnar maður Grindavíkursigri.
Ég vil þakka nágrönnunum úr Grindavík kærlega fyrir að rífa þrjú stig af FH-ingunum og hjálpa okkur Keflvíkingum þar með í baráttunni.
Takk, takk.
Óvæntur sigur Grindvíkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2008 | 21:23
Tæpt var það hjá Hlíðarendapiltum.
Valsmenn lögðu Fjölni í Grafarvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar