Þannig fór um sjóferð þá.

Greinilegt hvort liðið er í formi og hvort ekki. Zenit menn voru miklu fljótari, sprækari og úthaldsbetri og greinilega á toppnum hvað sitt form áhrærir deildin hjá þeim byrjar í febrúar og er fram í nóvember ólíkt ensku deildinni sem er rétt að hefjast. En fyrir utan það er það með öllu óafsakanlegt að tapa þessum leik og greinilegt að taktískt séð var Ferguson tekinn í bakaríið í kvöld. Gary Neville var hreint algjör hörmung og ekki einu sinni skugginn sjálfum sér fyrir tveim árum. Evra var oft gripinn í landhelgi. Anderson og Scholes voru ekki nógu agaðir á miðjunni þegar kom að varnarleiknum og oft var stærðarinnar gat þarna milli varnar og miðjum sem Zenit menn nýta sér auðvtað eins og skot. Fór að ganga aðeins betur eftir að Anderson fór út og O'Shea kom inn á. Scholes var svo að æfa blak þarna í lokin, hugsanlega að æfa sig fyrir Ól í London 2012. Enn og aftur að lokum þá var þetta verðskuldað hjá Zenit og gjörsamlega óafsakanlega hjá mínum mönnum.

Næst eru það Liverpool og trúi ég ekki öðru enn að úrslit kvöldsins hafi rifið menn niður á og jörðina og vakið þá upp.


mbl.is Zenit vann Stórbikar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er reyndar næst fulham...

Páll Geir Bjarnason, 30.8.2008 kl. 02:04

2 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Nei Fulham leiknum var frestað og hann hefur ekki enn verið settur á, á nýjan leik. Líklegast að við spilum hann í janúar eða febrúar. Næst er Liverpool takk fyrir.

Pétur Orri Gíslason, 30.8.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Orri Gíslason
Pétur Orri Gíslason
Pétur er eldheitur stuðningsmaður Manchester United frá 5 ára aldri. Pétur er fæddur árið 1984 og hefur gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband